Ágúst Kristin Taekwondo maður Íslands
Taekwondomaður ársins er Ágúst Kristinn Eðvarðsson frá Keflavík. Ágúst Kristinn er einn allra besti taekwondomaður landsins. Ágúst er t.a.m. eini Íslendingurinn til að ná verðlaunum á Evrópumóti í Ólympísku taekwondo.
Ágúst er fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur náð eftirtektarverðum árangri ámótum á erlendri grundu þrátt fyrir ungan aldur. Hann keppti m.a. áúrtökumóti fyrir Ólympíuleika æskunnar sem haldið var í Túnis vor og stóð sigþar með mikilli prýði.
Ágúst keppti á mörgum erlendum mótum á árinu, m.a. á Opna hollenska mótinu en það er stærsta árlega stigamótið sem haldið er í Evrópu. Hann féll úr keppni í fjórðungsúrslitum með minnsta mögulega mun á síðustu sekúndum bardagans, á móti mjög sterkum sænskum andstæðingi.
Ágúst hefur fengið gull og silfurverðlaun á gríðarlega sterkum erlendum stigamótum (mótum sem telja til stigasöfnunar inn á heimslista og þátttökurétts í Ólympíuleikum) unnið á þremur Norðurlandamótum og er margfaldur Íslandsmeistari. Hann er eitt mesta efni Íslands í taekwondo og hefur náð afskaplega góðum árangri í gegnum tíðina og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Hann vekur einnig athygli hvar sem hann kemur erlendis þar sem hann sýnir afar góða tækni og keppnisanda.
Ágúst er ennfremur sérlega sterk fyrirmynd fyrir taekwondofólk á öllum aldri og af öllum getustigum. Hann er óþreytandi í að miðla af þekkingu sinni og reynslu, er ávallt boðinn og búinn að aðstoða þar sem þörf er á og kemur fram við alla af stakri hógværð, kurteisi og virðingu. Í huga stjórnar TKÍ er Ágúst Kristinn ekki bara einn okkar allra bestu keppenda, heldur er hann einnig fulltrúi allra þeirra góðu gilda sem einkenna íþróttina og hugsjónina sem hún stendur fyrir.
http://tki.is/taekwondofolk-