Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 13. nóvember 2002 kl. 09:35

Ágúst fær sex leikja bann

Ágúst Hilmar Dearborn, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, var í gær úrskurðaður í sex leikja bann vegna atviksins sem átti sér stað í leik liðsins gegn Haukum í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins 5. nóvember þegar hann sparkaði í Ingvar Guðjónsson leikmann Hauka. Ágúst missir af fimm deildarleikjum og einum bikarleik.Næsti leikur sem Ágúst getur tekið þátt í er gegn Breiðabliki 20. desember. Ágúst hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu og harmar það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024