Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Agnar ekki meira með Keflavík: Fékk þriggja leikja bann
Föstudagur 13. apríl 2007 kl. 09:42

Agnar ekki meira með Keflavík: Fékk þriggja leikja bann

Agnar Mar Gunnarsson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs Keflavíkurkvenna verður ekki meira með Jóni Halldóri Eðvaldssyni á tréverkinu í úrslitakeppninni þar sem aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt hann í þriggja leikja bann.

 

Bannið fær Agnar fyrir að gefa Helenu Sverrisdóttur olnbogaskot eftir þriðja leik Hauka og Keflavíkur í úrslitum Iceland Exrpess deildar kvenna. Staðan í einvíginu er 2-1 Haukum í vil og því aðeins mest tveir leikir eftir af kvennatímabilinu.

 

Kveðinn var upp úrskurður í máli Agnars í gær og tók hann strax gildi og því verður Agnar ekki meira með.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024