Aginn í fyrirrúmi
Njarðvíkingurinn Daníel Guðmundsson er kominn á nýjar slóðir en í haust söðlaði hann um og hóf nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Daníel fór upp í gegnum yngri flokkana í Njarðvík í körfuknattleik og þaðan í meistaraflokk. Þegar Brynjar Karl Sigurðsson, skólastjóri Körfuboltaakademíunnar á Selfossi, hafði samband ákvað Daníel að slá til og leikur nú með FSU í 1. deildinni.
„Mér fannst ég þurfa að bæta mig og tók því þá ákvörðun að fara í FSU þar sem mér gafst tækifæri á því að vera í körfuboltaakademíunni,“ sagði Daníel í samtali við Víkurfréttir. „Hér æfum við tvisvar á dag um 2 klukkustundir í senn og það er vel tekið á því.“
Lið FSU hefur staðið sig með stakri prýði það sem af er tímabilinu og unnið 4 leiki en tapað tveimur. Daníel er jafnan fyrsti leikstjórnandi og gerir um 4 stig að meðaltali í leik. „Samkeppnin hér er þokkalega hörð, mistök í leik eða mæta seint á æfingu geta auðveldlega kostað mann byrjunarliðssæti, hér er aginn í fyrirrúmi,“ sagði Daníel.
Daníel er á félagsfræðibraut í FSU og útskrifast í vor, aðspurður um næstu leiktíð segir hann hugann alltaf vera við Njarðvíkurnar. „Fyrsti kostur er auðvitað að fara aftur í Njarðvík en það verður bara að koma í ljós á næsta ári,“ sagði Daníel að lokum.
„Mér fannst ég þurfa að bæta mig og tók því þá ákvörðun að fara í FSU þar sem mér gafst tækifæri á því að vera í körfuboltaakademíunni,“ sagði Daníel í samtali við Víkurfréttir. „Hér æfum við tvisvar á dag um 2 klukkustundir í senn og það er vel tekið á því.“
Lið FSU hefur staðið sig með stakri prýði það sem af er tímabilinu og unnið 4 leiki en tapað tveimur. Daníel er jafnan fyrsti leikstjórnandi og gerir um 4 stig að meðaltali í leik. „Samkeppnin hér er þokkalega hörð, mistök í leik eða mæta seint á æfingu geta auðveldlega kostað mann byrjunarliðssæti, hér er aginn í fyrirrúmi,“ sagði Daníel.
Daníel er á félagsfræðibraut í FSU og útskrifast í vor, aðspurður um næstu leiktíð segir hann hugann alltaf vera við Njarðvíkurnar. „Fyrsti kostur er auðvitað að fara aftur í Njarðvík en það verður bara að koma í ljós á næsta ári,“ sagði Daníel að lokum.