Ágætt í Búdapest
Helena Ósk Ívarsdóttir og Birkir Már Jónsson, sundmenn úr ÍRB, eru komin til Íslands á ný eftir að hafa lokið þátttöku á Evrópumóti Unglinga í sundi sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi á dögunum.
Árangur Birkis og Helenu var ekki alveg í samræmi við væntingar þeirra og þjálfara en mikil og góð reynsla hlaust engu að síður af mótinu enda um gífurlega sterkt mót að ræða. Birkir bætti sig í 50 m flugsundi á síðasta keppnisdegi þegar hann synti á 26.38 sek. en hans besti tími í ár var 26.50.