Aftur tap hjá Njarðvíkingum
Guðmundur Steinarsson með sjálfsmark
Njarðvíkingar lágu á heimavelli fyrir Dalvík/Reyni í 2. deild karla en lokatölur urðu 1-2. Gestirnir komust yfir eftir að knötturinn hafði viðkomu í Guðmundi Steinarssyni eftir hornspyrnu snemma leiks. Mikið rok hafði töluverð áhrif á leikinn en Njarðvíkingar náðu að jafna metin fyrir hálfleik. Þar var á ferðinni Daníel Gylfason sem fylgdi eftir skoti.
Í byrjun síðari hálfleiks skoruðu gestirnir aftur en lítið gekk hjá Njarðvíkingum. Viktor Unnar Illugason fékk sitt annað gula spjald og var honum því vísað af velli og því þyngdist róðurinn frekar.
Njarðvíkingar hafa því tapað báðum deildarleikjum sínum og sitja á botni deildarinnar ásamt Reyni frá Sandgerði.