Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Aftur skorar Theódór
Theódór skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík á dögunum. Hann var aftur á ferðinni í gær.
Fimmtudagur 1. ágúst 2013 kl. 10:08

Aftur skorar Theódór

Njarðvíkingar með sigur gegn botnliðinu

Njarðvík sigraði Hött 1-0 í norðan rokinu á Njarðtaksvellinum í gærkvöldi í 2. deild. Baráttann var allsráðandi allan leikinn enda ætluðu bæði liðin sér eitthvað út úr leiknum. Eina mark leiksins gerði Theodór Guðni Halldórsson á 17. mínútu en hann skaust í gegnum vörn Hattar og renndi honum laglega framhjá markverðinum. Hættulegasta færi gestanna var stangarskot í fyrrihálfleik.

Í seinnihálfleik ógnuðu Hattarmenn marki Njarðvíkinga nokkrum sinnum en Vignir markvörður sá við þeim. Þeir Vignir Jóhannesson og Viktor Smári Hafsteinsson léku í kvöld sína síðustu leiki í sumar þar sem þeir eru á leið vestur um haf í nám.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Njarðvíkingar náðu að styrkja sig fyrir lokaátökin í 2. deildinni en markvörðurinn Magnús Þormar og miðjumaðurinn Gísli Freyr Ragnarsson gengu til liðs við Njarðvíkinga. Þeir grænklæddu eru þessa stundina í 8. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 14 leiki.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25