Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Aftur sigruðu Njarðvíkingar í Garðabæ
Fimmtudagur 24. mars 2016 kl. 21:57

Aftur sigruðu Njarðvíkingar í Garðabæ

Leiða 2-1 gegn Stjörnunni

Útivöllurinn reyndist Njarðvíkingum aftur happadrjúgur í kvöld, þegar þeir lögðu Stjörnuna í Ásgarði öðru sinni í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Njarðvíkingar höfðu fimm stiga sigur, 68:73, en þeir höfðu yfirhöndina bróðurpart leiksins og leiða nú einvígið 2-1.

Staðan í hálfleik var 36:48 Njarðvíkingum í vil en í síðari hálfleik reyndist þeim erfiðar að skora en í þeim fyrri þar sem hittni gestanna var rúm 60%. Það fór sjálfsagt um margan Njarðvíkinginn þegar Stjörnumenn komu með gott áhlaup á meðan þeim grænu reyndist fyrirmunað að skora í fjórða leikhluta. Heimamenn komust yfir 68:67 og virtist sem sigurinn væri að renna Suðurnesjamönnum úr greipum. Þeir reyndust þó með stáltaugar og lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varnarleikur Njarðvíkinga var til fyrirmyndar í leiknum og framlag kom úr mörgum áttum í sóknarleiknum. Allir leikir í einvíginu hafa unnist á útivelli til þess en næsti leikur er í Ljónagryfjunni á þriðjudag.

Stjarnan-Njarðvík 68-73 (18-21, 18-27, 14-15, 18-10)

Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 16/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jeremy Martez Atkinson 15/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 6/4 fráköst/3 varin skot, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0.
Dómarar: