Aftur á parketið
Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) hefur birt uppfærða leikjadagskrá og hefst Domino's-deild kvenna leik að nýju þann 4. nóvember næstkomandi en Domino's deild karla degi síðar. Þá hefur hefur KKÍ einnig gefið út Aftur á parketið - Leiðbeiningar um endurræsingu keppnistímabils Domino's og 1. deilda eftir hlé vegna sóttvarnarráðstafana yfirvalda. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á heimasíðu KKÍ.
Keflavík tekur á móti Skallagrími í Domino's-deild kvenna og í Domino's-deild karla mætast Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni en í Keflvíkingar mæta Stjörnunni á útivelli.
Í fyrstu deild kvenna taka Njarðvíkingar á móti Ármanni þann 9. nóvember en Grindavík leikur gegn Hamar/Þór í Hveragerði þann 10. nóvember.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Í næstu viku fer mótanefnd KKÍ í að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum.
Í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandinu segir: „Leiðbeiningarnar Aftur á parketið eru unnar í góðri samvinnu við heilbrigðisteymi KKÍ og fræðasamfélagið en meðal annars er byggt á góðum restart leiðbeiningum FIBA. Aftur á parketið er hugsað sem eins konar leiðarvísir eða leiðbeiningar til þeirra félaga sem þurfa að koma afreksíþróttamönnum sínum aftur í gang eftir það æfingastopp sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikurnar. Það er von þeirra er að þessari vinnu koma að þessar leiðbeiningar geti liðsinnt aðildarfélögum KKÍ við að skipuleggja sína leið aftur á parketið.“
Bikarkeppni karla
Stjórn KKÍ hefur ógilt bikardráttinn sem fram fór 1. október síðastliðinn og boðar breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppninnar. Öll tólf lið Domino's-deildar karla fara beint í sextán liða úrslit en sérstök undankeppni verður leikin í fyrstu deild, það þýðir að lið úr annari og þriðju deild taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í sextán liða úrslit.
Stjórn KKÍ tók þessa ákvörðun þar sem leikjadagskrá verður mun þéttari í efstu deildum eftir þær samkomutakmarkanir sem hafa verið í gildi undanfarnar vikur og því fækkar mögulegum leikdögum í bikarkeppninni.
Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:
- Öll lið Domino's-deildar karla fara beint í sextán liða úrslit bikarkeppninnar.
- Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram:
- Leikin er forkeppni milli tveggja liða fyrstu deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni.
- Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim sjö liðum fyrstu deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast en þau fjögur lið sem vinna komast í sextán liða úrslit bikarkeppni KKÍ.
Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á:
|