Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Afreksíþróttalínan endurvakin í FS
Miðvikudagur 12. júní 2013 kl. 07:48

Afreksíþróttalínan endurvakin í FS

Boðið upp á knattspyrnu, körfubolta, fimleika og sund

Afreksíþróttalínan við FS var endurvakin á vorönn 2013 eftir nokkurra ára dvala. Knattspyrna var eina íþróttagreinin sem var í boði en afrekslínan er í þróun og nú á haustönn 2013 verður fleiri greinum bætt við. Í haust verður boðið upp á knattspyrnu, körfubolta, fimleika og sund á íþróttaafrekslínu skólans. 
Afreksíþróttalínan er fyrir góða nemendur sem vilja stunda íþrótt sína með álagi afreksíþróttamanna,
samhliða krefjandi bóknámi. Nemendur æfa undir stjórn hæfustu þjálfara við fyrsta flokks aðstæður. Aðalþjálfarar og umsjónarmenn afrekslínunnar á vorönn 2013 voru íþróttakennarar úr FS, Guðni
Kjartansson og Gunnar Magnús Jónsson.

Fyrir áhugasama er hægt að sækja um hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024