Afreksfólk frá ÍRB keppti á sterku alþjóðlegu sundmóti
- þar sem reynslan skiptir meira máli en verðlaunin.
Sundfólk frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar keppti nýverið á alþjólegu móti sem haldið var í Lúxemburg.
Í umfjöllun sem fram kom á vefsíðu sunddeildar ÍRB kemur fram að mikilvægt fyrir sundmenn í afrekshópum að fá tækifæri til þess að keppa á alþjóðlegum mótum við sterka sundmenn á sínum aldri.
„Mótið var svo sannarlega gríðarleg reynsla fyrir okkar fólk. Það er ekki hægt að fá neitt í líkingu við þetta á mótum á Íslandi og ekki heldur á öðrum mótum erlendis þar sem standardinn er lægri en á þessu móti. Þó þau gætu unnið verðlaun slíkum mótum myndu þau ekki hitta þar fyrir sundmenn á heimsmælikvarða og sjá styrk eins margra sundmanna á þeirra aldri og þau gerðu þarna. Ef við viljum verða betri verðum við að viðurkenna að sundmenn annarsstaðar í Evrópu og víðar æfa á hærra plani en við og ákveða svo að gera eitthvað í því. Euromeet veitir sundmönnum okkar slíka reynslu en þar keppa sumir af bestu sundmönnum heims í opnum flokki og efnilegir sundmenn víðsvegar að úr Evrópu. Á mótinu er keppt í þremur aldursflokkum en þeir eru svipaðir og aldursflokkarnir sem notaðir eru í landsliðum Íslands.“
Einnig kemur fram að lágmörk á mótið séu þung og aðeins bestu sundmenn Íslands eigi möguleika á að vinna til verðlauna þar. Nóg sé af mótum á Íslandi þar sem sundmenn fái tækifæri til þess að vinna til verðlauna svo það er ekki neikvætt að það sé erfitt að vinna verðlaun á mótinu. „Að keppa á svona sterku móti kennir sundmönnum að það er meira við sund en það að vinna verðlaun. Sund snýst um að bæta sig. Laugin er sú sama, vatnið og vegalendin. Það ert þú sem ert að keppa við klukkuna. Til viðbótar við þetta fá sundmenn svo tækifæri til þess að horfa á og jafnvel spjalla við sundmenn á heimsmælikvarða.“
Aðeins lítið brot þeirra 800 sundmanna frá 26 löndum með 3500 stört náði að komast í úrslit og enn færri að vinna verðlaun. „Enginn okkar sundmanna náði í úrslit í opnum flokki en margir náðu að vera í top 10 í sínum aldursflokki í bestu geinum sínum. Stefanía Sigurþórsdóttir vann brons í 200 bringu og náði besta árangrinum af okkar sundmönnum. Sunneva Dögg Friðriksdóttir sitt eigið ÍRB kvenna og stúlknamet í 100 skrið og setti nýtt ÍRB met í kvenna og stúlknaflokki í 200 m skriðsundi sem Soffía Klemensdóttir átti áður.“
Á kvöldin áttu sundmenn frí frá keppni og nutu þess að horfa á úrslitin og hvíldu sig á símunum sínum á meðan. Þau notuðu tækifærið til þss að horfa á suma bestu sundmenn Evrópu keppa, skiptast á sundhettum, hitta sundmenn frá hinum ýmsu Evrópulöndum og sumir í hópnum veðjuðu meira segja desertinum sínum um hver myndi vinna í sumum greinum. Sundmennirnir urðu ekki fyrir vonbrigðum með uppáhalds sundmenn sína þá Viktor Bromer (danskur sundmaður sem æfði með hópnum á síðasta ári þegar liðið hans kom í heimsókn) og Paul Biedermann (þýskur heimsmethafi) en þeir unnu til gullverðlauna og gáfu sér tíma til að spjalla við sundmenn okkar.
Meira um mótið hér.
Nokkrir keppenda með Paul Biedermann, þýska heimsmethafanum.
Aðrir keppendur með Viktor Bromer, dönskum heimsmet- og Evrópumethafa.