Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Áframhald Íslandsmótsins í knattspyrnu
Bæði Þróttur og Njarðvík eygja von um sæti í næstefstu deild á næsta ári. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 21. október 2020 kl. 18:40

Áframhald Íslandsmótsins í knattspyrnu

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hvernig Íslandsmótinu í knattspyrnu skuli framhaldið. Næstu umferðir hefjast 7. nóvember en frestaður leikur Keflavíkur og Grindavíkur í Lengjudeild karla fer fram laugardaginn 31. október næstkomandi.

Viðbúið er að breytingar geti orðið á leikjadagskrá en leikir Suðurnesjaliðanna í lokaumferðum Íslandsmótsins eru áætlaðir sem hér segir:

Lengjudeild karla:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík - Grindavík, laugardagur 31. október kl. 14:00 á Nettóvellinum.
Fram - Keflavík, mánudagur 9. nóvember kl. 19:15 á Framvellinum.
Leiknir R. - Grindavík, mánudagur 9. nóvember kl. 19:15 á Domusnovavellinum.
Grindavík - Leiknir F., laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Grindavíkurvelli.
Keflavík - Magni, laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Nettóvellinum.

Lengjudeild kvenna:

Haukar - Keflavík, mánudagur 9. nóvember kl. 19:15 á Ásvöllum.

2. deild karla:

Fjarðabyggð - Njarðvík, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 í Fjarðabyggðarhöllinni.
Selfoss - Víðir, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 á JÁVERK-vellinum.
Þróttur - ÍR, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 á Vogaídýfuvellinum.
Njarðvík - Haukar, laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Rafholtsvellinum.
Víðir - Þróttur, laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Nesfisk-vellinum.

2. deild kvenna:

Hamar - Grindavík, sunnudagur 8. nóvember kl. 13:00 á Grýluvelli.

3. deild karla:

Reynir - Ægir, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 á Blue-vellinum.
Tindastóll - Reynir, laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Sauðárkróksvelli.