Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Áframhald á samstarfi Þróttar og Landsbankans
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 07:11

Áframhald á samstarfi Þróttar og Landsbankans

Ungmennafélagið Þróttur og Landsbankinn hafa framlengt samning sinn til eins árs. Líkt og síðustu ár er Landsbankinn einn af stærstu samstarfsaðilum félagsins að sveitarfélaginu undanskildu en frá þessu er greint í tilkynningu sem Þróttarar sendu frá sér. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera í góðum tengslum við íþróttahreyfinguna á Suðurnesjunum. Með endurnýjun samningsins vill Landsbankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við æskulýðs- og íþróttamál og um leið leggja áherslu á forvarnarþátt þess starfs. Einnig fellur samningurinn vel að markmiðum Landsbankans hvað varðar stuðning við íþrótta- og forvarnarstarfsemi með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024