„Afmælisveislan er rétt að byrja“
– segir fyrirliði Víðismanna, Björn Bergmann Vilhjálmsson
Víðismenn unnu öruggan 0-3 sigur á grönnum sínum 3. deildinni í fótbolta karla um helgina en leikurinn fór fram í Sandgerði.
„Þetta var það sem við lögðum upp með, að halda hreinu hjá okkur. Við vorum örlítið hissa á að mótspyrnan hafi ekki verið meiri en raun bar vitni,“ segir Björn Bergmann Vilhjálmsson fyrirliði Víðis. „Afmælisveislan er bara rétt að byrja. Þetta verður svona í allt sumar. Við ætlum að gera mun betur en spár gerðu ráð fyrir,“ bætti fyrirliðinn kokhraustur við.
- Nánar er rætt við Björn Bergmann Vilhjálmsson í Víkurfréttum í dag.