Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Afmælismót Pílufélags Reykjanesbæjar.
Miðvikudagur 23. febrúar 2011 kl. 10:23

Afmælismót Pílufélags Reykjanesbæjar.

22.febrúar var Pílufélag Reykjanesbæjar 12 ára svo ákveðið hefur verið að halda mót þann 26. feb. Mótið byrjar kl 14:00 og verður reynt að spila hratt og vel en það hefur komið upp sú hugmynd að spila 301, þó ekki alveg ákveðið. Mótsgjald er 1.500 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna sig í síma 660-8172 eða 865-4903 helst fyrir kl. 12 á laugardag. Keppt verður í riðlum og útslætti að riðlum loknum. Þetta er skemmtimót og eiga allir að vera með góða skapið með sér.

Pílufélag Reykjanesbæjar hefur í dag flottustu og stæðstu píluaðstöðu landsins. Þar eru flest mót á vegum ÍPF haldin í dag. Einnig halda PR á hverju ári nokkur sterk mót bæði opin og lokuð.