Afmælismót Lundar í Leirunni

Erlingur Jónsson og hans liðsmenn hafa sannarlega unnið mikið og gott starf í því að vekja upp umræður um forvarnarmál á Suðurnesjum og nú geta áhuasamir látið gott af sér leiða með því að taka þátt í mótinu.
Leikið verður með Texas Scramble fyrirkomulagi og er þátttökugjald kr. 7000 á lið. Glæsileg verðlaun eru fyrir fyrstu sex sætin, nándarverðlaun á öllum par3 holum og loks dregið úr skorkortum.
Skráning er á golf.is og hjá Golfklúbbi Suðurnesja.