Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Afleitur lokasprettur banabiti Grindvíkinga
Fimmtudagur 16. mars 2017 kl. 09:46

Afleitur lokasprettur banabiti Grindvíkinga


Eftir sveiflukenndan leik þurftu Grindvíkingar að sætta sig við tap gegn Valskonum á útivelli í Domoino’s deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var jafn þar til að botninn hrundi hjá Grindvíkingum í fjórða leikhluta og Valskonur höfðu 83:68 sigur.

Grindvíkingar leiddu með sjö stigum í hálfleik og staðan því nokkuð vænleg. Staðan var svo orðin 62:60 Valskonum í vil þegar fjórði leikhluti hófst en Grindvíkingum tókst aðeins að skora átta stig gegn 21 frá heimakonum í þeim leikhluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýji leikmaðurinn, Angela Rodriguez leiddi Grindvíkinga með 18 stig en Íris Sverrisdóttir skoraði 17. Grindvíkingar sitja enn í neðsta sæti deildarinnar með átta stig.

Valur-Grindavík 83-68 (18-24, 21-22, 23-14, 21-8)

Grindavík: Angela Marie Rodriguez 18/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Unnur Guðrún Þórarinsdóttir 0.