Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Afhroð hjá Keflavík - sigur hjá Njarðvík en tap hjá Grindavík
Elvar Már og félagar hans í Njarðvík mæta ÍR í 8-liða úrslitum.
Fimmtudagur 14. mars 2019 kl. 21:14

Afhroð hjá Keflavík - sigur hjá Njarðvík en tap hjá Grindavík

8 liða úrslit í Domino's: Njarðvík-ÍR, - Keflavík-KR, - Stjarnan-Grindavík

Njarðvík fór með sigur í síðustu umferð fyrir úrslitakeppnina í körfuknattleik en Keflvíkingar báru afhroð í sínum leik í Domino’s deildinni í körfubolta í kvöld. Grindavík tapaði einnig sinni viðureign.

Njarðvíkingar unnu Skallagrím örugglega í Ljónagryfjunni 113-84 þar sem Elvar Már Friðriksson var með 27 stig. Njarðvík fær ÍR-inga í 8-liða úrslitum en þeir unnu Grindavík í Mustad höllinni 81-85.

Keflvíkingar léku líklega einn lélegasta leik sinn í mörg ár þegar þeir töpuðu stórt á Sauðárkróki 89-68.

Grindvíkingar enduðu í 8. sæti og fá sterkt Stjörnulið sem andstæðing í 8-liða úrslitum en Keflvíkingar fá KR-inga.

Njarðvík-Skallagrímur 113-84 (36-27, 26-25, 32-19, 19-13)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 27/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 16, Eric Katenda 14/7 fráköst, Logi  Gunnarsson 11/5 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 10, Jeb Ivey 10, Ólafur Helgi Jónsson 6/9 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 6/6 fráköst/9 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 6/9 fráköst, Mario Matasovic 4/5 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 3, Adam Eiður Ásgeirsson 0.


Tindastóll-Keflavík 89-68 (24-12, 29-17, 24-10, 12-29)
Keflavík: Michael Craion 18/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Mindaugas Kacinas 13/7 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Ágúst Orrason 7, Reggie Dupree 5, Magnús Már Traustason 2, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Nói Sigurðarson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.


Grindavík-ÍR 81-85 (19-19, 30-22, 16-28, 16-16)
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 17, Ólafur Ólafsson 15/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jordy Kuiper 14/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8/6 fráköst, Johann Arni Olafsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 4, Hilmir Kristjánsson 3, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024