Afhentu um 2 milljónir til Andra og fjölskyldu
Iðkendur við sunddeild Grindavíkur afhentu Andra Meyvantssyni og fjölskyldu um tvær milljónir króna í gærkvöldi. Sunddeild UMFG synti á dögunum maraþonáheitasund til styrktar Andra og afhentu þennan glæsilega afrakstur í gærkvöldi. Á vefsíðu Grindavíkur kemur fram að féð sem safnast hefur sé miklu meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona.
Af þessu tilefni vildi móðir Andra koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Fjölskylda Andra Meyvantssonar vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug sem krakkarnir hjá sunddeild UMFG hafa sýnt þeim með þessu framtaki, foreldrum þeirra og þjálfurum og öllum þeim einstaklingum og
fyrirtækjum sem lagt hafa söfnuninni lið.
Kveðja,
Þórunn
VF-Mynd/ Bjarni Már Svavarsson, [email protected] – Hópurinn frá sunddeild UMFG ásamt Andra og fjölskyldu en nýverið greindist Andri með æxli við heilastofn.