Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Áfall fyrir Keflavík - Thomas rifbeinsbrotnaði gegn Val
Carmen Tyson Thomas hefur leikið gríðarlega vel fyrir Keflavík í vetur.
Mánudagur 9. febrúar 2015 kl. 00:02

Áfall fyrir Keflavík - Thomas rifbeinsbrotnaði gegn Val

- óvíst hvort hún verði með í úrslitaleiknum gegn Grindavík

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik varð fyrir miklu áfalli í sigurleiknum gegn Val um helgina í Dominos deildinni. Bandaríski leikmaðurinn Carmen Tyson Thomas rifbeinsbrotnaði í leiknum og eru litlar líkur á því að hún taki þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík þann 20. febrúar.

Karfan.is greinir frá og segir Falur Harðarson að það verði fróðlegt að sjá hvað dómaranefndin geri í máli hennar. Að mati Fals braut  Taleya Mayberry leikmaður Vals mjög illa á Thomas. „Þetta var ekkert annað en tækling og þetta hefði verið gult flag og 15 yard-a víti í amerískum fótbolta,“ sagði Falur við karfan.is.   

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024