Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Af Nick Bradford og Anthony Glover
Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 14:16

Af Nick Bradford og Anthony Glover

Körfuknattleiksmennirnir bandarísku, þeir Nick Bradford og Anthony Glover, yfirgáfu herbúðir Keflvíkinga eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum með liðinu á síðustu leiktíð.

Glover gekk til í raðir franska liðsins Brest en hann var látinn fara frá félaginu að fjórum umferðum loknum í deildinni. Þótti Glover ekki vera að standa sig í stykkinu þrátt fyrir að gera um 10 stig í leik. Hann er nú kominn úr Pro A deildinni yfir í Pro B deildina í Frakklandi og genginn til liðs við Evreux en það lið lét Bandaríkjamanninn sinn fara eftir hörmulega byrjun.

Öðru máli gegnir um Nick Bradford sem blómstrar hjá Reims um þessar mundir. Í upphafi leiktíðar lék Nick undir körfunni hjá Reims og var ekki að finna sig í þeirri stöðu. Eftir fund með þjálfara liðsins fékk hann að leika í sinni stöðu, í stöðu framherja úti á velli, og var valinn besti leikmaður fjórðu umferðar í Frakklandi með 23 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.

Af vefnum www.keflavik.is




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024