Ævar Már sigraði á Opna Ljósanæturmótinu
Haldið var pílumót, Opna Ljósanæturmótið, í píluaðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar þann 2. september. Mæting var ágæt og hörkukeppni í mótinu. Efnalaugin Vík bauð upp á mótið og þökkum við þeim þann stuðning, segir í tilkynningu frá mótshöldurum.
Sigurvegarar í mótinu voru:
1. sæti Ævar Már Finnsson Pílufélagi Reykjanesbæjar.
2. sæti Einar Möller Pílufélagi Reykjavíkur.
3. sæti var Kristinn Magnússon Pílufélagi Reykjanesbæjar.
Einnig var kynning á starfsemi félagsins haldin á laugardag og sunnudag og mættu margir til að skoða og prófa.