„ÆTLUM OKKUR AÐ ENDURHEIMTA TITLANA"
Á síðasta vetri rúlluðu KR-ingar yfir kvennaboltann og sigruðu í öllum leikjum og hirtu að sjálfsögðu alla titlana. Á fimmtudegi fyrir viku síðan fögnuðu Keflavíkurstelpur stigameti Önnu Maríu Sveinsdóttur (4017)og sýndu KR-ingum að ekki yrði framhald á yfirburðum Vesturbæinga með 60-57 sigri í Keflavík. Það voru þær Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir sem fóru fyrir Keflvíkingum að þessu sinni. Birna skoraði 21 úr gegnumbrotum og þriggja stiga skotum og Erla steig vart feilspor í leiknum, skoraði þegar upp á hana var spilað og tók fráköstin sem skiptu máli á lokakaflanum. Leikurinn var ekki góður af okkar hálfu við vorum allt of fljótar á okkur í sókninni létum boltann ganga illa og vorum ekki að bíða eftir góðu skotunum en þetta var fyrsti alvöruleikurinn okkar í vetur þannig að ég hef engar áhyggjur. Við erum með nýjan þjálfara nýjar áherslur og ný kerfi þannig að þetta á eftir að smella saman hjá okkur. Við erum ákveðnar í því að endurheimta titlana “okkar”. Við höfum alla burði til þess erum með gott lið þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að titlarnir komi aftur “heim”.