Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:42

„ÆTLUM OKKUR AÐ ENDURHEIMTA TITLANA"

Á síðasta vetri rúlluðu KR-ingar yfir kvennaboltann og sigruðu í öllum leikjum og hirtu að sjálfsögðu alla titlana. Á fimmtudegi fyrir viku síðan fögnuðu Keflavíkurstelpur stigameti Önnu Maríu Sveinsdóttur (4017)og sýndu KR-ingum að ekki yrði framhald á yfirburðum Vesturbæinga með 60-57 sigri í Keflavík. Það voru þær Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir sem fóru fyrir Keflvíkingum að þessu sinni. Birna skoraði 21 úr gegnumbrotum og þriggja stiga skotum og Erla steig vart feilspor í leiknum, skoraði þegar upp á hana var spilað og tók fráköstin sem skiptu máli á lokakaflanum. Leikurinn var ekki góður af okkar hálfu við vorum allt of fljótar á okkur í sókninni létum boltann ganga illa og vorum ekki að bíða eftir góðu skotunum en þetta var fyrsti alvöruleikurinn okkar í vetur þannig að ég hef engar áhyggjur. Við erum með nýjan þjálfara nýjar áherslur og ný kerfi þannig að þetta á eftir að smella saman hjá okkur. Við erum ákveðnar í því að endurheimta titlana “okkar”. Við höfum alla burði til þess erum með gott lið þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að titlarnir komi aftur “heim”.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024