„Ætlum að ná okkur í medalíu og reynslu“
Næsta föstudag keppa Daníel Arnar Ragnarsson, Daníel Aagard Nilsen og Ágúst Kristinn Eðvarðsson á Evrópumóti ungmenna í bardaga. Þeir eru allir frá taekwondo deild Keflavíkur og hafa átt glæstan feril þrátt fyrir ungan aldur.
Bartosz Wiktororwicz (Keflavík), Hákon Jan Norðfjörð og Eyþór Atli Reynisson úr Ármanni kepptu saman fyrir hönd Íslands í hópatækni á Evrópumótinu í tækni í Belgrad í Serbíu. Í hópatækni gilda sömu nákvæmnisreglur og í einstaklingstækni en auk þess gildir samhæfing og taktur liðsmanna gagnvart hvort öðrum miklu máli. Þeirra hópur varð í 3. sæti af 6 sterkustu hópum Evrópu og fengu því bronsverðlaun. Það þetta eru fyrstu verðlaun sem Íslendingar vinna á Evrópumóti í taekwondo.
Hér að neðan er stutt viðtal við þremenningana, Daníelana og Ágúst frá taekwondo deild Keflavíkur.