Ætlar þú ekki á leik leikanna?
Í kvöld fer fram nágrannaslagur Keflvíkur og Njarðvíkur í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla (hafi það farið fram hjá einhverjum). Fyrir þá íbúa Reykjanesbæjar sem sjá einn fótboltaleik á ári ... þá er þetta hann.
Fyrir leik mun stuðningsfólk liðanna safnast saman og „hita upp“ fyrir leikinn sem byrjar klukkan 19:15. Njarðvíkingar ætla að hittas í vallarhúsinu í Njarðvík og Keflvíkingar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Á báðum stöðum verður byrjað að kynda undir klukkan 17:00, hamborgarar og kaldir drykkir verða seldir, andlitsmálning og fleira skemmtilegt fyrir börnin – eitthvað fyrir alla.