Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ætlar sér meðal tíu bestu
Fimmtudagur 21. september 2006 kl. 10:42

Ætlar sér meðal tíu bestu

Á morgun heldur Jóhann Rúnar Kristjánsson til Sviss þar sem heimsmeistaramótið í borðtennis fer fram. Um 300 keppendur taka þátt í mótinu en Jóhann verður eini keppandinn frá Ísland í Sviss. Með honum í ferðinni verður landsliðsþjálfarinn Helgi Þór Gunnarsson. Á þessu ári hefur Jóhann verið að klifra upp heimslistann í sínum flokki og er nú í 19. sæti en hann var í 34. sæti í ársbyrjun.


„Ég var í æfingabúðum í Finnlandi fyrir skemmstu og þar var vel og mikið tekið á því, þetta voru eiginlega nasistabúðir,“ sagði Jóhann en hann fullyrðir að hann sé í sínu besta formi um þessar mundir. „Við höfum verið að æfa vel hér heima og ég stefni að því að vera kominn á topp 10 listann á næsta ári svo ég verði pottþéttur inn á Ólympíuleikana 2008,“ sagði Jóhann sem hefur átt gott tímabil allt frá því hann var útskrifaður af sjúkrahúsi eftir slæman bruna sem hann hlaut. Jóhann gat byrjað að æfa í ársbyrjun og hefur hvergi gefið eftir og segir það raunhæft að stefna inn á topp 10 listann í sínum flokki. „Svo er þetta bara spurning um að hitta á rétta dagsformið um helgina og standa sig sem best,“ sagði Jóhann að lokum.

 

VF-mynd/ Hilmar Bragi

 

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024