Ætlar að njóta þess að spila fótbolta í sumar
Marteinn Urbancic er leikmaður Þróttar Vogum í knattspyrnu en liðið komst upp í aðra deild í fyrra, Marteinn er spenntur fyrir Íslandsmótinu í sumar og uppáhaldsstaðurinn hans á Íslandi eru Suðurnesin. Við fengum Martein til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta.
Fullt nafn: Marteinn Urbancic.
Íþrótt: Knattspyrna.
Félag: Þróttur Vogum.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Veturinn 1998 með KR.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Agnar Kristinsson.
Hvað er framundan? Íslandsmótið hefst 5. maí, mjög spenntur fyrir því.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Alltaf gaman að vinna bikara. Þeir tveir sem standa upp úr voru þegar ég varð bikarmeistari í 2. flokk með KR og svo Conference Champions í háskólaboltanum í Florida.
Uppáhalds ...
… leikari: Will Smith.
… bíómynd: La Vita Est Belle.
… bók: Allavega ekki bankabókin!
… Alþingismaður: Áslaug Arna.
… staður á Íslandi: Í augnablikinu eru það Suðurnesin.
Hvað vitum við ekki um þig? Ég er að læra atvinnuflug hjá Keili.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Æfi meira en aðrir og passa vel upp á mataræðið.
Hver eru helstu markmið þín? Markmið fyrir sumarið er að njóta þess að spila fótbolta og leggja 100% á sig, þá nær maður árangri.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ég lenti í því á æfingu að rífast aðeins við samherja sem endaði með því að hann hljóp yfir allan völlinn og skallaði mig í andlitið. Þetta var mjög fyndið atvik og eina sem ég gat sagt var: „Varstu í alvöru að skalla mig í andlitið?“ Það grenjuðu allir úr hlátri á æfingunni.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfa samviskusamlega, ekki vera óþolinmóð og taka allri gagnrýni vel.