Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ætlaði ekki að verða feitur
Magnús hefur haldið sér í þrusuformi og var fljótur að finna taktinn eftir að hann tók skóna fram á ný. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 22. ágúst 2020 kl. 09:09

Ætlaði ekki að verða feitur

Magnús Sverrir Þorsteinsson tók fram knattspyrnuskóna með Reynisliðinu í sumar eftir nokkura ára hlé. Hann hefur átt góða endurkomu á fótboltavöllinn enda er „gott grasið og andrúmsloftið á Blue-vellinum“.

Þetta er búið að vera framar vonum, ljómandi skemmtilegt. Þetta var svona pínu að henda sér í þetta aftur, sanna fyrir sjálfum sér að maður hefði þetta ennþá og ég var fljótari að koma mér í betra stand en ég átti von á.

– Þú hlýtur að vera búinn að halda þér í formi er það ekki?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Já, ég er búinn að vera rosalega duglegur að æfa. Það var mottó hjá mér að ég ætlaði ekki að verða feitur þegar ég hætti fótboltanum og er grínlaust búinn að standa vel við það – það eru allt of margir sem lenda í því. Það var eina mottóið mitt þegar ég hætti.

Ég hef lítið spilað fótbolta eftir að ég hætti, smá föstudagsbolti og Old boys en þetta var kafli sem ég setti til hliðar – en það er alltaf jafn gaman að fara í fótbolta.“

– Hvað sérðu fram á að vera lengi í þessu?

„Ég ætla nú bara að klára þetta tímabil, tryggja að Reynisliðið fari upp, klára tímabilið og svo tek ég stöðuna. Ég býst ekki við að það verði nema þetta tímabil en þetta er, eins og ég segi, búið að vera hrikalega skemmtilegt. Ég er auðvitað að verða 38 ára gamall og á bara eftir að hugsa þetta, það eru ekkert margir sem eiga „comeback“ og geta eitthvað. Ég er alla vega feginn að hafa getað eitthvað.

Við erum búnir að standa okkur vel í sumar, það átti raunar engin von á að Reynisliðið yrði svona sterkt. Þetta er langt umfram væntingar og svo er liðið að bæta í í þokkabót. Við ætlum bara að klára þessa deild.“

Hann á völlinn!

– Þú hefur ennþá „touchið“, búinn að skora sjö mörk í sex leikjum.

„Já og bara búinn að byrja inn á í þremur leikjum. Mér líður vel á Reynisvellinum, gott grasið og andrúmsloftið á Blue-vellinum. Þeir voru einmitt að grínast með það í Podcastinu hjá Hjörvari í gær [Dr. Football Podcast 18/8 2020] að hann skoraði tvö á sínum eigin velli – hann á völlinn! Það var mjög fyndið.“