Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Ætla sér sigur í kex-spyrnuleik
    Mörg tilþrif með kex eru í myndbandinu.
  • Ætla sér sigur í kex-spyrnuleik
    Helgi Rafn Guðmundsson.
Miðvikudagur 9. júlí 2014 kl. 16:43

Ætla sér sigur í kex-spyrnuleik

Metnaður hjá Taekwondofólki í Keflavík.

„Leikurinn snýst aðallega um að vippa Ballerina kexi upp í sig, en einnig eru veitt verðlaun fyrir frumlegasta myndbandið og fleira sem er valið af dómnefnd. Það myndband sem fær flestar kosningar á þessari síðu fær einnig verðlaun,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari hjá Taekwondo deild Keflavíkur. Hann bjó til myndband ásamt nokkrum af nemendum sínum. Upplýsingar um leikinn má finna á þessari Fésbókarsíðu og er fólk hvatt til að styðja þau.

Heilmikil vinna var lögð í myndbandið að sögn Helga Rafns. Hópurinn var við tökur í góða veðrinu á dögunum og svo tók við tíu tíma klippivinna. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024