Ætla að vinna
Grindvíkingar eiga erfiðan leik við topplið Skagamanna á laugardaginn. Þegar 15 umferðir eru búnar af Íslandsmótinu er Grindavík í 5. sæti með 21 stig. Að mati Ólafs Arnar Bjarnasonar, fyrirliða Grindvíkinga hefur gengi liðsins ekki verið nógu gott að undanförnu. „Ég var mjög ánægður með síðasta leik, góður gangur eftir slæma leiki að undanförnu. Við ætlum að ná svipuðum árangri og í fyrra og tökum einn leik fyrir í einu“, segir Ólafur. Fyrirliðinn hefur sterka trú á liðinu og telur þá vel geta farið með sigur af hólmi í næstu leikjum. „VIð eigum þrjá erfiða leiki en þeir verða skemmtilegir ef okkur tekst að spila eins vel og síðast. Við getum unnið þá alla.“ Ólafur segir að nái liðið að hvíla sig vel geti þeir mætt til leiks jafn grimmir og þeir voru í leiknum gegn Fylki.