Æskulýðsmót Mána
Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Mána hélt sitt fyrsta æskulýðsmót sunnudaginn 5. mars í reiðhöllinni. Mótið var í boði K. Steinarssonar og var hið glæsilegasta. Verðlaun voru veitt fyrir 5 efstu sætin, pollaflokkur fékk þátttökubikar og svo var einn farandbikar fyrir glæsilegasta parið. Þátttakan var mjög góð eða 38 skráningar. Þetta mót er komið til að vera og hefur Æskulýðsnefndin gert samning við K. Steinarsson til fjögurra ára.
Úrslitin voru sem hér segir :
Pollaflokkur 1
1 Alexander Freyr Þórisson Rispa frá Hvammi
2 Gunnhildur Stella Haraldsdóttir Draumur
3 Elísabet S. Guðnadóttir Perla
4 Jóhanna Perla Hrói frá Keflavík
5 Stefanía Torfadóttir Andri
Barnaflokkur
1 Guðbjörg María Gunnarsdóttir Kópur frá Kílhrauni 7,0
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Djákni frá Feti 6,5
3 Una María Unnarsdóttir Valsi frá Skarði 6,0
4 Brynjar Guðnason Lind 5,8
5 Hafdís Hildur Gunnarsdóttir Sindri frá Efri Lækjardal 5,5
Unglingaflokkur
1 Viktoría Sigurðardóttir Oliver frá Austurkoti 7,7
2 Ásmundur Ernir Snorrason Djásn frá Hlemmiskeiði 7,0
3 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Hervör frá Hvítáholti 6,3
4 Ólöf Rún Guðmundsdóttir 6,0
5 Margrét Lilja Margeirsdóttir Dimma frá Oddstöðum 5,7
Ungmennaflokkur
1 Camilla Petra Sigurðardóttir Sporður frá Höskuldstöð. 7,3
2 Auður Sólrún Ólafsdóttir Fluga frá Heiðarbrún 6,7
3 Elva Margeirsdóttir Grímnir frá Oddstöðum 6,3
4 Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Sýking frá Keflavík 5,5
5 Tinna Rut Jónsdóttir Óðinn 5,0
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og hryssan Hervör frá Hvítáholti hlutu titilinn glæsilegasta parið.
Yngstu knaparnir létu sig ekki vanta á fákum sínum og eru þau á aldrinum 2-9 ára. Þau eru sem hér segir:
Nadía Sif Gunnarsdóttir Arnbjörn Óskar
Hanna Líf Arnarsdóttir Nói Sigurðsson
Bergþóra Ósk Arnarsdóttir Elva Sif
Ríta Haraldsdóttir
Aþena E. Jónsdóttir
Þau fengu öll bikar fyrir góða þátttöku.
Æskulýðsstarf Mána hefur verið mjög öflugt á þessu ári og er rétt að byrja því að dagskráin hefur aldrei verið eins stór og núna í ár.
Nefndin hefur gert heimasíðu svo að allir geti fylgst með krökkunum og atburðum vetrarins. Heimasíðan er http://mani.is/aeskulydsdeild/index.htm
Einnig hefur verið gerð bloggsíða fyrir krakkana og er hún http://blog.central.is/mani1