Æsispennandi lokasekúndur
Keflavíkurstúlur virðast komnar á beinu brautina í Iceland Express deild kvenna en þær unnu sinn þriðja deildarsigur í röð þegar þær mættu Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi.
Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta með fjórum stigum, 18-14 og hafði undirtökin í leiknum í öðrum fjórðungi. Í hálffleik var staðan 43-29 fyrir Keflavík.
Heather Ezell kom sterk inn í leik Hauka í sinni hálfleik og átti með glæsilegum leik stóran þátt í því að minnka forskot Keflavíkur. Hún gerði 14 stig í þriðja fjórðungi og staðan var 55-50 að honum loknum fyrir Keflavík.
Mikil spenna hljóp í leikinn á síðasta leikhlutanum og lokaspretturinn var verulega taugatrekkjandi. Haukar gátu jafnað leikinn á síðustu sekúndunum þegar Ezell fékk víti en hitti aðeins úr öðru þeirra. Keflavíkur sigraði því með aðeins einu stigi, 68-67.
Sjá nánari lýsingu á www.karfan.is
Mynd/www.karfan.is