Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Æsispennandi lokakafli í Grindavík
Þriðjudagur 20. febrúar 2018 kl. 21:53

Æsispennandi lokakafli í Grindavík

Grindavík tók á móti ÍR í 1. deild kvenna í körfu í Mustad höllinni í kvöld. Grindavík náði ágætri forystu í byrjun leiks en þegar líða fór á hann náðu ÍR-ingar að saxa á forskotið en leikurinn einkenndist af töluverðum villuvandræðum beggja liða. Grindavík var með 29 villur og ÍR 22 villur samkvæmt stigatöflunni í Grindavík í lok leiks, en einn leikmaður Grindavíkur og einn leikmaður ÍR fór út af með fimm villur. Lokatölur leiksins voru 63-60 fyrir Grindavík.

Halla Emilía Garðarsdóttir átti góðan leik með Grindavík, var stigahæst og skoraði 23 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024