Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ægir og Bjarni valdir í landsliðið
Bjarni kastar hér andstæðingi sínum í glimu.
Þriðjudagur 8. desember 2015 kl. 09:31

Ægir og Bjarni valdir í landsliðið

Góður árangur á Íslandsmótinu í brazilian jiu jitsu

Um helgina fór fram Íslandsmótið í brazilian jiu jitsu í Húsakynnum Mjölnis í Reykjavík. Fjórir keppendur frá Suðurnesjum tóku þátt fyrir hönd JDN eða Sleipnis. Það voru þeir Guðmundur Stefán Gunnarsson, Helgi Rafn Guðmundsson, Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri Sigfússon.

Guðmundur sem hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í greininni átti ágætis dag.  Hann varð þriðji í átta manna flokki og sigraði núverandi Íslandsmeistara í baráttunni um þriðja sætið á hengingu.
Einnig keppti hann í opnum flokki þar sem Íslandsmeistarar allra flokka etja kappi. Það eru aðeins 16 laus sæti í flokknum og fyllt eru pp í þau með þeim sem verma annað og þriðja sæti í hverjum flokk.
Guðmundur varð fjórði af þeim sextán bestu á landinu í sportinu.

Ægir Már og Bjarni Darri voru á sínu fyrsta fullorðinsmóti í greininni en báðir eru aðeins 16 ára og fyrirfram áttu fáir von á því að þeir ynnu glímu, hvað þá að vinna til verðlauna. Ægir átti fyrstu viðureign við núveandi Norðulandameistara í júdó, og mann sem hafði hlotið þriðju verðlaun á EM í Brazilian jiu jitsu. Ægir glímdi þá viðureing næstum til enda og sýndi frábæra varnartakta og einstaka sóknir. Í glímunni um þriðja sætið varð hann undir en með þrautsegju og útsjónarsemi náði hann að þvinga andstæðing sinn til uppgjafar. Þessi árangur er enn ein rósin í hnappagatið hjá þessum unga og efnilega bardagamanni úr Garðinum

Bjarni Darri Sigfússon komst í undanúrslit í sínum riðli en tapaði fyrir sterkum andstæðingi sem þvingaði hann til uppgjafar. Í bardaganum um þriðja sætið kom Bjarni tvíefldur til baka og sigraði andstæðing sinn örugglega á stigum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ægir og Bjarni hafa vakið mikla athygli innan bardagageirans þetta árið enda unnið til verðlauna eða sigrað í flestum bardagagreinum sem keppt er í hér á landi.
Þeir hafa nú verið formlega verið valdir í Landsliðshópinn í Glímu sem fer á Evrópumeistaramótið í Brest í Frakklandi nú á vormánuðum. Þessi árangur er lýsandi fyrir það mikla starf sem unnið er í bardaga og sjálfsvarnaríþróttum í Reykjanesbæ.  

Njarðvíkingurinn Guðmundur (t.v) nældi í þriðja sæti á mótinu.