Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ægir Már Baldvinsson júdómaður Njarðvíkur
Ægir ásamt Guðmundi Stefáni Gunnarssyni þjálfara.
Þriðjudagur 22. desember 2015 kl. 14:11

Ægir Már Baldvinsson júdómaður Njarðvíkur

Átti hreint magnað ár

Ægir Már Baldvinsson var kjörinn júdómaður Njarðvíkur eftir að opna Sleipnismótinu lauk í síðustu viku. Hann átti hreint út sagt frábært ár. Hann varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í júdó og brazilian jiu jitsu og varð annar á móti bikarmóti Íslands í glímu. Einnig varð hann Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í júdó og þriðji í fullorðinsflokki í brazilian jiu jitsu.  

Ægir keppti einnig á hálandaleikum í backhold í sumar og sigraði sinn þyngdarflokki í unglingaflokki og varð annar í opnum flokki og var valinn glímumaður mótsins. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði síðan fullorðinslokkinn. Ægir var svo valinn í 12 manna landsliðshóp Glímusambands Íslands sem fer til Frakklands á vormánuðum til þess að keppa í blönduðum glímustílum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ægir er hér lengst til hægri.