Ægir Íslandsmeistari - Bjarni annar í opnum flokki
Frábær árangur Suðurnesjamanna á Íslandsmótinu í júdó
Íslandsmeistaramót fullorðina í júdó fór fram um helgina þar sem allir bestu júdómenn landsins áttust við. Njarðvíkingurinn Ægir Már Baldvinson sigraði -60kg flokk karla annað árið í röð og ef fer sem horfir vinnur hann bikarinn til eignar á næsta ári. Hinn 17 ára Bjarni Darri Sigfússon komst svo alla leið í úrslit í opnum flokki þar sem hann tapaði gegn Þormóði Jónssyni ólympíufara.
Grindvíkingar áttu líka sína fulltrúa á mótinu, en Sigurpáll Albertsson hampaði bronsi í einum erfiðast flokkinum -90 kg flokki.
Bjarni gerði hið ómögulega
Bjarni Darri byrjaði keppnina á því að ná ekki vigt sem þýðir að hann þurfti að keppa þyngdarflokk upp fyrir sig s.s. í -73 kg flokki í stað 66 kg flokki. Í fyrstu glímu fékk hann æfingafélaga sinn og þálfara Hermann Ragnar Unnarsson þar sem Hermann hafði hann undir og hélt honum til sigurs. Í glímunni um þriðja sætið lendir hann svo á móti einum reyndasta júdómanni landsins, Adam Brands sem skellir Bjarna á fallegu mjaðmakasti. Eftir þessa útreið ákveður Bjarni að taka þátt i opnum flokki þar sem allir keppendur eigast við óháð þyndarflokki.
Í fyrstu viðureign á keppir hann við Helga Jórunnarsson tæplega 100 kg naut frá Akureyri. Þegar viðureignin er hálfnuð knýr Bjarni Helga til uppgjafar með armlás. Í undanúrslitum áttist Bjarni við Emil Emilsson frá júdófélagi Reykjavíkur. Emil hafði krækt i annað sætið í -100kg flokki fyrr um daginn. Emil kastar Bjarna snemma í viðureigninni og komst þar með yfir en Bjarni lét það ekki á sig fá og tók leikinn aftur í sínar hendur með góðri stjórn og endaði með fallegu ippon kasti í lok viðureignarinnar. Þar með var Bjarni kominn í úrslit og þar mætti hann hinum 140 kg Þormóði Jónssyni Ólympíufara. Þar áttust við Davíð og Golíat nema í þessari rimmu sigrði Golíat með fallegu ippon kasti.
Njarðvíkingar sendu fjóra keppendur á mótið. Það voru þeir Bjarni Darri Sigfússon, Ægir Már Baldvinsson, Michael AnthonyWeaver og Halldór Matthias Ingvarsson.
Grindvíkingurinn Sigurpáll Albertsson hampaði bronsi í einum erfiðast flokkinum -90 kg flokki.
Bjarni varð annar eftir að hafa barist við Þormóð, sem er helmingi þyngri.