Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 21. maí 2003 kl. 08:42

Æft fyrir boxkeppni

Þessa dagana standa yfir mjög stífar æfingar hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness eða B.A.G. eins og félagið er kallað fyrir hnefaleikakeppni sem fram fer í Laugardalshöll 31. maí nk. Keppnin verður á milli Íslands og Írlands og eru sex bardagar á milli landanna. Guðjón Vilhelm forsvarsmaður B.A.G. og þjálfari íslenska liðsins var á æfingu í gærkvöldi ásamt Skúla „Tyson“ Vilbergssyni og Tinnu Lúðvíksdóttur sem bæði keppa. Að sögn Guðjóns eru æfingarnar stífar fyrir keppnina. „Við æfum alla daga núna, enda vitum við að þetta verða hörkubardagar.“ Miðasala á bardagann fer fram í verslunum Skífunnar og á Kaffi Duus í Reykjanessbæ.

VF-ljósmynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024