Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Æfir sex sinnum í viku
Þriðjudagur 10. júlí 2018 kl. 09:45

Æfir sex sinnum í viku

Pálmi Rafn Arinbjörnsson er 14 ára strákur frá Njarðvík sem vill að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann verður eldri.

 

Aldur/félag:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er 14 ára og spila fyrir Njarðvík.


Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?

Ég byrjaði í fótbolta í 1. bekk en flutti síðan til Danmerkur og var lítið í fótbolta á þeim tíma, en flutti síðan heim og byrjaði almennilega að æfa og hafa mikinn áhuga á fótbolta í 5. bekk.


Hvaða stöðu spilar þú?

Ég spila sem markmaður.
 

Hvert er markmið þitt í fótbolta?

Markmið mitt í fótbolta er að spila með erlendu liði, halda áfram að vera valin í unglingalandslið og spila fyrir A-landsliðið.


Hversu oft æfir þú á viku?

Ég æfi 6 sinnum í viku.


Hver er þinn uppáhalds fótboltamaður/kona?

David De Gea allann daginn. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mer frá því að ég byrjaði í fótbolta.


Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?

Ég lít mikið upp á Ingvar Jónsson. Hann er Njarðvíkingur eins og ég og hefur hann gert marga góða hluti í ferli sínum og ég stefni á að komast á hans level.
 

Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?

Hef verið Manchester United maður síðan ég man eftir mér.


Ef þú mættir velja, með hvaða liði myndir þú helst vilja spila fyrir í atvinnumennsku?

Það myndi vera geggjað að spila fyrir draumaliðið, Manchester United.