Æfingasvæðið í Leiru opnað í dag og verður opið tvisvar í viku
Afrekskylfingar GS ætla að standa fyrir fjáröflun og hafa fengið leyfi til að opna úti æfingasvæði GS. Fyrirhugað er að selja æfingabolta fyrir æfingasvæðið sem kylfingar geta slegið í sláttuskýli GS. Til að byrja með verður opið í tvo daga í viku og munu afrekskylfingar Golfklúbbs Suðurnesja standa vaktina og verða fólki til aðstoðar.
Opnunartímar verða sem hér segir:
Fimmtudagar frá kl. 16:00 – 19:00.
Sunnudagar frá kl. 10:00 – 17:00.
Kostnaður 500 kr. 45 boltar (kaffi innifalið).
Veðrið er ljúft í dag og því allt til reiðu að mæta á æfingasvæðið í Leirunni í dag.