Æfingamót FK
Fimleikadeild Keflavíkur hélt æfingamót fyrir A1 og A2 föstudaginn 16. febrúar í B-sal í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Alls voru 25 stelpur sem tóku þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Í lokin fengu allir þáttakendur svala og prins póló.