Æðisleg stemning hjá Víði
Tvær ungar Víðisstúlkur æfðu á dögunum með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu en æfingarnar voru liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM U-17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015. Þær eru einnig í liði Víðis sem tók þátt á stóru ungmennamóti í Noregi í sumar en þar náðist góður árangur.
Stúlkurnar sem heita Bára Kristín Þórisdóttir og Una Margrét Einarsdóttir eru fæddar árið 1998, eru búnar að æfa knattspyrnu í rúmlega fimm ár og þykja ansi efnilegar. Víkurfréttir fékk þær stöllur í létt spjall.
Hvað ertu búin að æfa fótbolta lengi og hvaða stöðu spilarðu?
Bára: Um það bil 6 ár held ég og ég er miðvörður.
Una: Svona 5 ár, framarlega á miðju.
Áttu þér önnur áhugamál en fótbolta?
Bára: Já dans sem ég æfi 3 sinnum í viku.
Una: Já tónlist bara yfir höfuð.
Hvernig var að keppa í Noregi í sumar?
Bára: Þetta tók svolítið á en annars var þetta skemmtileg ferð.
Una: Það var ótrúlega gaman!
Hvernig er stemningin hjá ykkur Víðisstelpum?
Bára: Mjög góð, erum allar góðar vinkonur og svona.
Una: Æðisleg!
Eitthvað sem fáir vita um þig?
Bára: Vil frekar vera ein inni að horfa á Friends og borða nammi í staðinn fyrir að fara út með hinum krökkunum.
Una: Þarf að nota gleraugu!
Hvað fær þig til að hlæja?
Bára: Friends klárlega!
Una: Fólk sem gerir sig að fífli.
Hvernig er sumarið búið að vera?
Bára: Mjög skemmtilegt, var oftast að vinna og á æfingum.
Una: Spilaði mikinn fótbolta með bæði strákunum og stelpunum og síðan bara að vinna.
Hvað ætlarðu að verða í framtíðinni?
Bára: Ég hef bara ekkert spáð í það, það kemur bara allt í ljós.
Una: Ekkert ákveðið.
Uppáhalds:
Bára:
Fótboltamaður: Lionel Messi.
Lið í enska: Manchester united.
Tónlistin: Flest allt, Frank Ocean.
Sjónvarpsþáttur: Friends er alltaf uppáhalds!
Bíómynd: Allar Bring it on myndirnar.
Hlutur: Rúmið mitt og tölvan mín, er því miður ekki nógu mikið fótboltafrík til þess að segja fótbolti.
Skyndibiti: Subway.
Una
Fótboltamaður: Messi og Neymar
Lið í enska: Liverpool klárlega.
Tónlistin: Frank Ocean er uppáhalds og síðan bara flestöll tónlist.
Sjónvarpsþáttur: Pretty little liars.
Bíómynd: Ramona and beezus og She’s the man.
Hlutur: Rúmið mitt!
Skyndibiti: Subway.