Þriðjudagur 29. júlí 2003 kl. 10:24
Adolf til Stjörnunnar
Adolf Sveinsson gekk í gær til liðs við 1. deildar lið Stjörnunnar í Garðabæ. Adolf sem leikið hefur með Keflavík í sumar fékk lítið að spreyta sig og ku það vera ástæða fyrir brotthvarfinu. Adolf var í herbúðum Stjörnunnar fyrir tveimur árum og ætti því að kannast við sig þar á bænum.