Miðvikudagur 22. maí 2002 kl. 11:40
Adolf skoraði 100. markið gegn Fram
Skallamarkið sem Adolf Sveinsson skoraði fyrir Keflavík gegn Fram í Símadeildinni á mánudag var 100. markið sem Keflvíkingar skora á móti Fram. Liðin hafa spilað 71 leik og er markatalan 100-94, Keflvíkingum í hag.Þetta kemur fram á íþróttavef Morgunblaðsins.