Adolf semur við Þróttara
Adolf Sveinsson hefur gert þriggja ára samning við Þrótt Reykjavík og mun leika með liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Adolf var markahæsti leikmaður 2. deildar í sumar þegar hann gerði 13 mörk í 17 leikjum fyrir Reyni Sandgerði.
Gunnar Oddsson, fyrrum þjálfari Reynis, söðlaði einnig um á dögunum og gekk í raðir Þróttara og er Adolf því annar aðilinn frá Sandgerði til þess að ganga til liðs við Þrótt. Adolf og Gunnar munu því leika gegn sínu gamla félagi næsta sumar en Sandgerðingar höfnuðu í 3. sæti 2. deildar í sumar og unnu sér þannig inn þátttökurétt í 1. deild karla.
Enn er ekki búið að ráða nýjan þjálfara til Reynis og nú er ljóst að þeir þurfa að fá sér leikmann í framlínuna sem er duglegur að finna netmöskvana.
VF-mynd/ www.trottur.is