Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Adolf linnir ekki látum
Fimmtudagur 3. ágúst 2006 kl. 09:58

Adolf linnir ekki látum

Adolf Sveinsson gerði tvö mörk á þriðjudag þegar Reynir Sandgerði hafði 4-1 sigur gegn Huginn á Seyðisfjarðarvelli. Adolf er markahæsti leikmaður 2. deildar og hefur gert níu mörk í sumar.

Guðmundur Gísli Gunnarsson kom Sandgerðingum í 1-0 og Darco Milojkovic gerði annað mark Sandgerðinga á 30 mínútu en staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Reyni.

Í síðari hálfleik fór markahrókurinn Adolf Sveinsson á stjá og gerði þriðja mark Sandgerðinga á 46. mínútu og eftir það tóku Reynismenn öll völd á vellinum. Á 60. mínútu gerði Adolf sitt annað mark og það fjórða hjá Reyni og lokatölur því 4-1.

Sandgerðingar eru í 3. sæti 2. deildar með 28 stig, einu stigi á eftir Fjarðarbyggð sem hefur 29 stig. Njarðvíkingar eru á toppnum með 33 stig og sigur í næsta leik gulltryggir Njarðvíkinga upp um deild.

VF-myndir/ Guðmundur Rúnar - [email protected]

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024