Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 9. desember 1998 kl. 08:36

ADOLF LAGÐI BÖRK Í ÆSISPENNANDI ÚRSLITALEIK

Adolf Sveinsson sigraði á Dropamótinu í snóker sem lauk um sl.helgi á Knattborðsstofu Suðurnesja. Hann lagði Börk Birgisson í æsispennandi úrslitaleik 5:4. Börkur lagði Jón Inga Ægisson í 4ra manna úrslitum og Adolf vann Jón B. Sigursveinsson. Í úrslitarimmu Barkar og Adolfs var mikið fjör. Úrslitin réðust í 9 ramma en eftir átta var staðan 4:4 og Adolf var 23 stigum yfir og aðeins 13 stig (2 kúlur) á borði. Börkur náði að leggja tvo snókera en Adolf gafst ekki upp og vann á bleiku kúlunni. Þrjátíu og sex þátttakendur voru í Dropa-mótinu og það var Dropinn sem gaf vegleg verðlaun. Langbest ásamótin eru í fullum gangi og eru öll þriðjudagskvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024