Adamshick valin best í umferðum 12-22
Jacquline Adamshick, leikmaður Keflavíkur, var áðan útnefnd besti leikmaður umferða 12-22 í Iceland Express deild kvenna. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, hlaut einnig viðurkenningu fyrir gott gengi og voru þær báðar í úrvalsliði umferða 12-22.
Úrvalslið umferða 12-22
Kristrún Sigurjónsdóttir – Hamar
Margrét Kara Sturludóttir – KR
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík
Jacquline Adamshick – Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Haukar
Undanúrslitin í Iceland Express deild kvenna hefjast svo á laugardag þar sem Hamar og Keflavík eru með heimaleikjaréttinn. Hamar tekur á móti Njarðvík í Hveragerði og Keflavík tekur á móti KR í Toyota-höllinni og hefjast báðir leikirnir kl. 16:00.
Mynd: Úrvalsliðið ásamt Ágústi Björgvinssyni en Pálína Gunnlaugsdóttir tók við verðlaunum Bryndísar Guðmundsdóttur í dag. Með hópnum á myndinni eru Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ.
www.karfan.is