Adam Eiður til Hattar
Njarðvíkingurinn Adam Eiður Ásgeirsson mun leika með Hetti í Domino’s deildinni í körfubolta á næsta tímabili. Adam lék í um tíu mínútur í leik með Njarðvíkingum í vetur þar sem hann skoraði þrjú stig að meðaltali.
„Ég rauninni bara til að leita að nýjum tækifærum og nýjum ævintýrum. Ég fékk vissulega gott tækifæri í Njarðvík og er þakklátur því en fæ kannski öðruvísi tækifæri og áskoranir í Hetti. Þetta er til dæmis góður undirbúningur fyrir það að fara í skóla erlendis ef svo verður úr en þangað leitar hugur minn,“ sagði Adam í samtali við Karfan.is.