Adam Eiður handarbrotinn
Körfuboltamaðurinn efnilegi, Adam Eiður Ásgeirsson úr Njarðvík varð fyrir því óláni að handarbrotna í leik með U18 liði Íslands gegn Hollendingum í gær. Adam hafði leikið vel fyrir Ísland á mótinu sem fram fer í Makedóníu og hafði skorað um 12 stig í leik þar til óhappið varð. Hann fékk nokkur tækifæri með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og nýtti þau vel.
Tengdar fréttir: Toppurinn að sigra í Sláturhúsinu