ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Adam Árni tryggði Keflavík sigur í Ólafsvík
Adam Árni fyrir miðri mynd skoraði sigurmark Keflvíkinga. Brynjar (t.v.) og félagar hans í Njarðvík eru í 4. neðsta sæti og leika í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar um næstu helgi gegn toppliði KR. VF-mynd/PállOrri.
Þriðjudagur 18. júní 2019 kl. 11:31

Adam Árni tryggði Keflavík sigur í Ólafsvík

Keflvíkingar tylltu sér í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu þegar þeir sóttu 3 stig í Ólafsvík á þjóðhátíðardaginn. Adam Árni Róbertsson skoraði fallegt mark í síðari hálfleik með skoti utan teigs.

Keflvíkingar þóttu leika ágætan fótbolta og sköpuðu sér nokkur færi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þór, Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig en Keflavík, Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 13 stig og bítlabæjarliðið er með bestu markatöluna af þeim þremur.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25